Elsku hjartans bróðir minn.

Elsku Pétur Snær minn. Nú er ár liðið frá því að þessi skelfilega staðreynd dundi yfir okkur. Hvar á ég að byrja, mig sárvantar lýsingarorð til að lýsa því hversu mikið ég sakna þín. Nú veit ég að þú átt eftir að leiðbeina okkur í gegnum það sem við eigum eftir ólifað og dásamlegri dreng er ekki hægt að óska sér.

Þú varst drengur með gull hjarta. Þegar ég lít til baka og hugsa hvað við áttum eftir ógert saman, þú elsku ástin mín og fjölskyldan okkar, þá sé ég strax það sem við getum gert núna með okkar ástvinum, eigum við ekki að láta bíða morguns: Þvert á móti skulum við njóta okkar í samveru við hvort annað sem oftast. Það verður aldrei of oft gert, við vitum það nú.

Hann Róbert Páll okkar tók það mjög nærri sér þegar þú, átrúnaðargoðið hans, varst ekki lengur hér með okkur til að leika við. Hann fann það strax hversu stórt skarð varð í daglega lífi fjölskyldu okkar. Þú náðir að sýna á alltof stuttri ævi, hvað við getum sýnt hvort öðru mikinn kærleika, auðmýkt og ást. Það er það sem þú kenndir okkur.

Nú í eitt ár er ég búinn að vera að biðja Guð almáttugan um að hjálpa mér að hleypa þér inn í hugarheim minn til að hjálpa mér að takast á við mitt/fjölskyldunnar daglega amstur. Ég trúi því að þú hafir náð að leiðbeina mér að mörgu leyti. Því mér finnst þegar ég hugsa til baka, að ég hafi breyst. Elsku hjartans ástin mín ég ætla að láta þetta duga í bili, eins og þú veist best þá held ég áfram að biðja þig í bænum mínum, að hjálpa okkur og leiðbeina í gegnum lífið. 

Ástar-, saknaðar- og minningarkveðjur. 

Þinn bróðir og fjölskylda. Ari

 

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband