Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað á ég að kjósa?

Sælir veri lesendur.

 Jæja þá er ég byrjaður að blogga, en um hvað á ég að skrifa? Jú nú styttist í kosningar. Hvað eigum við að kjósa? Málflutningur tveggja grænna framboða (Vinstri-grænir og Framsókn) finnst mér vera með eindæmum barnaleg og í versta falli ekki kjósendum bjóðandi. Allir tala um lýðræði, ég veit ekki hvort kjósendum finnst það vera mikið lýðræði það sem kom fram í máli forystumanns Frjálslyndaflokksins í suðurkjördæmi þegar hann kvaðst "kunna stefnuskrá Frjálslyndaflokksins í sjávarútvegsmálum utanað því hann kvaðst hafa samið þá hana sjálfur" ekki skal ég segja að það sé mjög lýðræðislegt. Hvað finnst lesendum um þau framboð sem nú bjóða fram.........eru öll framboðin raunhæfur valkostur. Áður en ég ákveð hvað ég ætla að kjósa þá velti ég nokkru fyrir mér. Stjórnarliðar minnast á mikinn kaupmátt í hvívetna, samt fáum við fréttir um að heimilin í landinu séu á hættumörkum hvað skuldir varðar, ég spyr byggist kaupmátturinn á auknu aðgengi að lánastofnunum. Þeir sem stjórna á alþingi hrósa heilbrigðiskerfinu líka, ég segi við höfum ágætt heilbrigðiskerfi, en mér þykir miður hvað starfsmenn heilbrigðiskerfisins eru misjafnir. Hvað fiskinn okkar varðar þá vil ég að stjórnvöld hvetji með markvissum hætti íslensku þjóðina til að neyta fisks í auknum mæli t.a.m. með lækkuðu verði á fiski til neytenda.

Þetta er ágætt að sinni.

Kv. Ari Gylfa.  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband