Er börnum þrælað út hjá íþróttafélögum?

Málið er að ég var á ferðinni ekki fyrir svo margt löngu síðan og hitti á ferð minni konu sem óskaði eftir þvi við mig hvað mér finnst um að börn fái ekki greiðslur fyrir að leggja vinnu á sig fyrir íþróttafélög, þessi kona á barn sem er í íþróttum og barnið hefur verið að sinni einhverju verkefni fyrir Reynir Sandgerði. Hún sagði mér að sér þætti það mjög ósanngjarnt að börn skuli ekki fá greitt fyrir vinnu sína í ljósi þess að einungis fá börn séu að leggja á sig vinnuna, henni fannst því engu líkara en að verið væri að þræla barninu út. 

Ég segi að fyrir mér er ekkert athugavert við það að börn leggi á sig vinnu fyrir sín uppeldisfélög, við erum að tala um börn á aldrinum 9-16 ára. Ég tjáði henni að ég hafa gengið í gegnum yngriflokkana í Sandgerði á mínum yngri árum og þá hafi það sama verið upp á teningum hvað það varðar að í flestum tilfellum hafi þeir sömu verið að mæta í fjáraflanir. Ég sá fljótt að sami kjarninn varð alltaf að mæta og leggja á sig vinnu, við gerðum ýmislegt s.s. leggja torfþökur (gamli grasvöllurinn og nýja svæðið), tína rusl, selja blóm (páskaliljur, jólarósir og konudagsblóm) og rífa hús svo eitthvað sé nefnt.

Ég get í sambandi við þetta líka sagt að mesta og besta viðurkenning sem ég hef fengið hvað íþróttir snertir var á vordögum árið 1991, þá kom formaður unglingaráðs til mín og tilkynnti mér það að Knattspyrnudeild Reynis í Sandgerði hafi tekið ákvörðun um það að ég ásamt einum til fari til Belgíu í lok maí og verði þar í viku við æfingar þar sem æft verður eins og atvinnumenn æfa. Hann tjáði mér að við tveir hefðum orðið fyrir valinu fyrir góða æfingasókn í gegnum árin og aðallega þann mikla dugnað og ósérhlífni sem við höfðum sýnt íþróttafélaginu Reynir í sjálfboðavinnu í gegnum árin.

Ég segi að við foreldrarnir verðum koma því til leiða að börnin okkar leggi á sig vinnu fyrir þau félagasamtök sem þau stunda félagsstörf með, því að mínu mati þá eignast þau sína hlutdeild í starfinu sem slíku.

Ef þið hafið einhverja skoðun á þessu þá endilega upplýsið mig.

Sæl að sinni.

Kv. Ari Gylfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband